top of page
Athafnir á vegum Íslensku Kirkjunnar í London og Luxembourg

Kostnaður vegna athafna

Sr. Sjöfn er búsett í Þýskalandi og sinnir athöfnum sem fram fara í söfnuðunum. Allar athafnir sem fara fram í Guðsþjónustu eru án kostnaðar. Til að mynda ef skírn, ferming eða brúðkaup fer fram í venjulegri Guðsþjónustu, þá bætist enginn auka kostnaður við athöfnina. 

Skírn í heimahúsi

Ef skírnin fer fram í heimahúsi á sama degi og Guðsþjónusta fór fram kostar hún 8200.- isk eða 55.- Evrur.

Ef prestur kemur aukalega til þess að skíra þá bætist við ferðakostnaður prests og gisting ef um lengra ferðalag er að ræða, þar sem ekki er hægt að komast fram og til baka á sama degi. 

Brúðkaup

Brúðkaup sem fer fram utan Guðsþjónustu kostar 24.000.-  isk eða 160.- Evrur

Þar við bætist gjald upp á 11.700.- isk fyrir æfingu athafnarinnar, eða 80 Evrur.

Við þetta bætist svo ferðakostnaður prests og 50 Evrur á dag í dagpeninga eða greiðsla matarkostnaðar eftir reikningi. Dagpeningar eru einnig greiddir á ferðadögum. 

Akstursgjald

Gjald fyrir akstur eru 1 Evra/km

Ferming

Fermingarfræðsla sem fer fram á netinu er ókeypis ef foreldrar og fermingarbarn eru skráð í söfnuðinn. 

Fermingarfræðsla sem fer fram á sama degi og Guðsþjónusta eru sömuleiðis safnaðarmeðlimum að kostnaðarlausu. 

Fermingarbúðir í Belgíu sem fara fram yfir langa helgi kosta 300 Evrur, en meðlimir fá 50% afslátt af fermingarbúðunum. 

Ferming á Guðsþjónustutíma kostar ekki neitt. 

Ef ferming fer fram aukalega utan Guðsþjónustutíma, þarf að greiða fyrir kirkju, tónlistarfólk, ferðakostnað prests og mat. 

​Útför

Þegar andlát ber að höndum er sálgæstla prests í boði, safnaðarmeðlimum að kostnaðarlausu. 

Útför með ræðu kostar 36.000 á dagvinnutíma prests eða 240.- Evrur, utan dagvinnu tíma prest kostar hún 42.000.- eða 280.- Evrur.

Kistulagning á dagvinnutíma prests kostar 9400.- isk eða 63.- Evrur en utan dagvinnutíma 17.541.-isk eða 117.- Evrur.

Ef útför og jarðsetning fer fram á sama degi bætist enginn kostnaður við. Ef ekki þá bætist við 16.372. isk eða 110.- Euro

Einnig þarf að greiða ferðakostnað prests sem er 1 Euro/km eða flug og lestarkostnaður auk hótelkostnaðar og 50 evrur á dag í dagpeninga eða greiðsla uppihalds gegn reikningi.

Tónlistarfólk eða umsjón tónlistar er greitt samkvæmt taxta þeirra sem um hana sjá og leiga á kirkju bætist einnig við. 

Oftast þarf svo að nota útfararþjónustu í því landi sem andlátið átti sér stað. Sá kostnaður er ekkert tengdur starfsemi safnaðarins. 

Hafðu samband

Wooden Frame Window
Kerti vegna andláts

Hvað ef kostnaðurinn við útför er of hár?

Ef aðstæður hjá þér eru þannig að þú ræður ekki við kostnað vegna útfarar, hikaðu þá ekki við að hafa samband, ef þú ert meðlimur í kirkjunni þá finnum við alltaf ráð til þess að létta undir. 
bottom of page